top of page

Þjónusta í boði

Hefur þú týnt sjálfri/sjálfum þér og vantar aðstoð við að finna þína leið?

Það kemur sá tími í lífi okkar allra að við vöknum upp við vondan draum. Lífið hefur hrist upp í þér og þér finnst þú þurfa að endurskoða allt sem þú hefur áður trúað. "En hvar á ég að byrja?" er algengasta spurningin.

Ég trúi því að allir eigi jafna möguleika á að líða vel og vera hamingjusamir með þá stefnu sem þeir hafa í lífinu en stundum þurfum við einhvern til þess að leiða okkur áfram á einhvern byrjunarpunkt því verkefnið getur virst of stórt og of erfitt til að takast á við það í blindni. 

Ef þú ert ein/n af þeim sem ert á tímamótum í þínu lífi og vantar leiðsögn, þá ert þú á réttum stað.

Velkomin á síðuna mína. Eva Karen heiti ég og vinn í Guðs vitund með heilun, tilfinningalosun, miðlun og ráðgjöf til einstaklinga og fjölskyldna.

Ég er til húsa í Hafnarfirði en vinn mikið í gegnum síma/fjarfundi.

                                                                             

  Kærleikskveðjur - Eva Karen

I wish you a wonderful weekend, may you

Um mig:

Ég hef brennandi áhuga á öllu sem tengist andlegri heilsu og sjálfseflingu einstaklinga. Ég hef einnig mikinn áhuga á að vinna með börnum en sjálf á ég fjögur börn og tvö plúsbörn. Ég hef mikla reynslu af lífsstílsráðgjöf og starfaði m.a sem lífsstílsleiðbeinandi í fullu starfi á árunum 2014-2017. Á þeim tíma leituðu einstaklingar í meira mæli eftir frekari aðstoð við andlega líðan sem varð til þess að í byrjun árs 2017 lagði ég fyrir mig Reiki heilun og eiginleikar mínir á andlega sviðinu jókust samhliða því.

Frá því að ég man eftir mér hef ég alltaf verið mjög hjálpsöm manneskja svo að fá tækifæri til að aðstoða fólk í daglegu lífi eru forréttindi. Ég bý yfir þeim eiginleikum að geta tengt mig við tilfinningar annarra og með því að hlusta fæ ég innsæi í hvað gæti gagnast viðkomandi best í þeirra lífsgöngu. Á persónulegan hátt tengist ég hverjum einstakling fyrir sig við úrlausn áskorana sem viðkomandi stendur frammi fyrir. Mitt aðalmarkmið er að opna huga og hjarta fólks og leiða áfram á rétta braut með að finna sinn tilgang í þessu kapphlaupi sem við köllum lífið.

Við erum öll einstök og höfum jafnan rétt á því að líða vel! 

Hafðu samband

00354 847 7757

  • facebook
  • generic-social-link

Takk fyrir skilaboðin

Candy Cotton

Gerast áskrifandi

    ©2025 Guðs vitund

    +354 847-7757

    bottom of page